E F N I
RÓM > HANDBÓK
RÓM > HVERFI
ÍTALÍA
SAGA
KIRKJA
LISTIR
MATUR
TENGLAR
UM VEFINN
EFNISYFIRLIT
LEITA í VEFNUM
Sláðu inn það efnisorð sem þú hefur áhuga á að fræðast um í Rómarvefnum.
NÝTT í VEFNUM
08.05.09 Mussolini og launsonurinn. Lesa

17.05.07 Nokkrir góðir punktar um eitt og annað sem hægt er að gera í Róm. Lesa

15.05.07 10 staðir í Róm sem koma þér í beint samband við fornöldina. Lesa

04.11.06 Vínframleiðsla á Sikiley er mikil og hefur stórbatnað síðustu árin. Lesa

02.09.06 Bottega dei vini er vínsetur vert að heimsækja í Verónu. Lesa
FERÐAVEFIR
ÍTALÍA: Hanna Friðriks
PARÍS: Parísardaman
K.HÖFN: Islands center
ÍS-ÍT: islandaoggi.com

- Þinn vef hér? Hafðu samband.
SKÁLDIÐ SAGÐI ...
„Ef ég skyldi einhverntíma komast í vandræði þá vildi ég vera meðal ítala.“

- Halldór Laxness.

Lestu meira um hvernig íslensk skáld hafa ort og skrifað um Ítali og Ítalíu.
UMSAGNIR
Lestu umsagnir um Rómarvefinn.
Við erum búin að vísa mörgum í hús til ykkar því af þeim vefjum ítölskum sem við skoðum þá held ég að ykkar geri betur en flestir að vísa til vegar á Ítalíu og ekki síst í Róm.

...hagnýtur og
hentugur vefur sem fær nánast fullt hús stiga út á upplýsingagildið og skemmtilegheitin ...

Við prentuðum út margar síður af þessum snilldarvef og notuðum sem biblíu á 10 daga ferðalagi okkar um Róm.

Meira
 
 
  HANDBÓK RÓMARFARA
Hátíðir og merkisdagar
  Hér er sagt frá helstu hátíðar- og merkisdögum Rómar
og Ítalíu. Opinberir frídagar á Ítalíu eru 1. og 6. janúar, páskadag og annan í páskum, frelsisdaginn 25. apríl, 1. maí, 15. ágúst (nk. verslunarmannahelgi), 1. nóvember (allrasálnamessa), 8., 25. og 26. desember.

(Frí- og hátíðisdagar merktir með *)

febrúar febbraio
Allt lokað?
Þrátt fyrir að annað mætti halda þá taka Ítalir sér færri opinbera frídaga en almennt gerist í Evrópu: 1. og 6. janúar (nýársdagur og Befana), páskadag og annan í páskum, frelsisdaginn 25. apríl, 1. maí, 15. ágúst (nk. verslunarmannahelgi), 1. nóvember (allrasálnamessa), 8., 25. og 26. desember. Samtals 11 dagar og því að meðaltali tæpur frídagur í mánuði hverjum. Þá er nú varla að undra að fólk sé ögn verkfallsglatt.
Valentínusarmessa 14. febrúar er dagur heilags Valentínusar, prests og píslarvotts (frá Terni í Úmbríu, en hann var þar biskup og þoldi píslarvættisdauða í Róm árið 273.) Bein hans liggja hins vegar í Madríd og voru gefin þangað úr katakombum. Í BNA er haldið upp á dag þennan sem dag elskenda, en ekki er hefð fyrir honum á Ítalíu, frekar en víðar í Evrópu, nema nýverið fyrir áhrif að vestan.
Carnevale Um miðjan febrúar. Kjötkveðjuhátíð er haldin í Róm svo til allan febrúarmánuð og nær hámarki á Martedí Grasso (þriðjudaginn feita) sem er sprengidagur þeirra Ítala. Karnivalið virðist aðallega vera hátíð smáfólksins. Telpurnar klæða sig upp í prinsessukjóla og strákarnir í ofurhetjubúninga og fæstir virðast þeir heimatilbúnir. Karnivalmatur er m.a. frappé, sem er djúpsteikt létt deig sáldrað með flórsykri, sætvín, vino santo, drukkið með.
mars marzo
Konudagurinn Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er venjan að færa konum gul mímósublóm.
Feðradagurinn 19. mars er Jósefsmessa, eiginmanns Maríu.
PÁSKAR pasqua
PÍSLARGANGA
Á föstudaginn langa leiðir páfi göngu til minningar um píslargöngu Krists og hefst gangan innan í Kóloseum, hringleikahúsinu forna.
Færri frídagar eru í dymbilvikunni ítölsku, settimana santa (vikan helga), en okkar. Skírdagur, giovedí santo, og föstudagurinn langi, venerdí santo, eru virkir dagar. Föstudaginn langa leiðir páfi táknræna passígöngu sem hefst innan í Kóloseum og endar uppi við kór Venusarhofsins þar fyrir ofan; byrjar í fornu sláturhúsi kristinna manna sem nú hefur status helgrar kirkju og endar í heiðnu hofi. Þetta er afar hátíðleg athöfn tóna og texta í ljóma kyndla jafnt sem rafljósa, en það sem er þó áhrifaríkast er hægur gangur páfa og þögnin sem ríkir meðal mannfjöldans sem tekur þátt í athöfninni í þessu magnaða umhverfi. Langi frjádagur er ekki frídagur hjá Ítölum, en það er Páskadagur, pasqua, hins vegar og annar í páskum (sem er kallaður pasquetta, en lunedí del’angelo í almanaki). Natale con toi, pasqua con chi che voi! – segja Ítalir: jólin með þínum, páskana með þeim sem þú kýst. Einnig segja þeir: Jólin inni, páskana úti - enda komið vor. Á páskum gæða Ítalir sér á súkkulaðieggjum eins og Íslendingar þekkja. Vel þess virði að líta við í Confetteria Moriondo & Gariglio á via del Pié di Marmo 21-22 í miðbæ Rómar; súkkulaðibúð af gamla skólanum þar sem m.a. er hægt að velja sér páskaegg af öllum stærðum og gerðum, ráða innpökkun og því sem fer inn í eggið.
apríl aprile
Afmæli Rómar 21. apríl. Natale di Roma, en borgina stofnuðu bræðurnir Rómulus og Remus árið 753 f.Kr. Og hvað skyldi þá aldna Róm vera gömul?
Frelsisdagur Ítalíu* 25. apríl. Frelsisdagur Ítalíu undan Þjóðverjum. Bandamenn sóttu hvort tveggja úr austri frá Sikiley og að vestan.
maí maggio
Verkalýðsdagurinn* 1. maí. Primo maggio, festa dei lavoratori, er annar helsti frídagur Rómar - hinn er “verslunarmannahelgin“ þeirra, 15. ágúst. Þennan dag er nánast allt lokað og almenningssamgöngur engar. Stórtónleikar eru haldnir á vegum verkalýðsfélaga og borgarinnar á Jóhannesartorgi, Piazza San Giovanni, við samnefnda kirkju í Lateranhverfinu. Koma þar fram þekktir erlendir gestir og helstu tónlistarmenn landsins. Þarna safnast saman um hálf miljón manna og jammar frá síðdegi til miðnættis.
júní giugno
Þjóðhátíðardagurinn 2. júní; þá kusu Ítalir sig í lýðveldi frá dauðu konungsveldi Mússolíníáranna.
júlí luglio
Tískuvika Um miðjan júlí er tískuvika haldin í Róm og mikið um dýrðir. Hápunktur hátíðarinnar er sýning ítölsku tískukónganna á Spánartorgi með hinar sk. Spánartröppur sem svið og ”catwalk” þar sem frægustu fyrirsætur heims ganga upp og niður í landsins flottustu fötum.
ágúst agosto
Ferragosto* 15. ágúst. Sumarleyfi, víða lokað um þessa „verslunarmannahelgi“ Ítala.
nóvember novembre
Allraheilagramessa* 1. nóvember. Tutti santi.
Allrasálnamessa (Commemorazione di tutti i Fedeli Defunti); borgarbúar vitja leiða ættingja og vina.

Arriva il vino novello!
Sjötti nóvember er opinber dagsetning fyrir nývínið ítalska; víða eru skipulagðar einskonar móttökuathafnir um lágnættið fyrir fyrstu sendingar af þessu haustrauða víni (tappinn úr nývíninu franska er hins vegar ekki tekinn fyrr en þriðja fimmtudag nóvembermánaðar). Þennan mánuðinn og fram til jóla er drukkið novello og borðaðar ristaðar kastaníuhnetur.
JÓL og ÁRAMÓT natale
Fljúgandi flöskur um áramót
Athyglisvert er hvernig borgarbúar hafa leyst sitt „fljúgandi flasknamál“. Maður getur ímyndað sér að á nóttu sem þessari, innan um nokkur hundruð þúsund manns og flöskur skapist sú þörf að losa sig við óþarft gler.
Meira ...
Maríudagur* 8. desember. Áttundi desember er almennur frídagur á Ítalíu og þá má segja að jólaundirbúningnum sé hringt inn fyrir alvöru. Þetta er dagur hins flekklausa getnaðar Maríu meyjar, þ.e. þegar Anna móðir Maríu varð ólétt af henni. Eitt helsta Maríulíkneski Rómar trónir hátt uppi á korinþskri súlu á Spánartorgi og þennan dag safnast þangað páfinn og hans fólk að votta guðsmóðurinni virðingu sína. Slökkvilið bæjarins sér um að leggja blómsveig að fótum madonnunar þarna hátt uppi, en svo segja sögur að sprækari páfar síðustu aldar hafi klifrað þetta sjálfir. Við súlufótinn er svo raðað blómsveigum með kærum kveðjum frá helstu fyrirtækjum landsins.
Aðfangadagur, Vigilia, er hversdagur, en búðir loka þó aðeins fyrr en venjulega, um kl. 17 - 17,30. Jóladagur*, Natale, og annar í jólum*, Santo Stefano (Stefánsmessa) eru svo frídagar.
Gamlársdag ber upp á Silvestersmessu og er dagurinn við þann helga páfa kenndur, San Silvestro. Dagurinn er vinnudagur eins og aðfangadagur, en nýársdagur* almennur frídagur. Áramótin sjálf eru kölluð capodanno, sem er slípuð orðmynd capo di anno, upphaf árs. Um kvöldið er venjulega borðaður margréttaður hátíðarkvöldverður, cenone eða vaglione, sem endar með bjúgnabaunasúpu (cotechino con lenticchie) á miðnætti, en baunirnar eiga að færa manni fleiri lírur í vasann á komandi ári.
La Befana 6. janúar. Aðfararnótt Þrettándans flýgur nornin Befana á milli húsa Ítalíu, rennir sér niður reykháfa og skilur eftir sitthvað gott í jólasokkum góðu barnanna, en þeim óþekku gefur hún kolamola (sem nú til dags eru svart sykurfrauð). Sagan af Befönu er gott dæmi um tilurð þjóðsagna og alþýðuskýringa. Sjötti janúar er dagurinn sem guðdómleiki Jesúbarnsins opinberaðist vitringunum þremur, heitir á ítölsku Epifania di Nostro Signore, en það eru gjafirnar hennar Befönu sem dagurinn snýst um í rauninni og börnin eru spenntust fyrir.

Lestu meira um það hvernig trúarsetningin epifanía varð að norninni Befönu, um Jesú, Maríu og Jósef í hinu ítalska presepio og um áramót í Róm.

.... og svo allt enn og aftur eins og lög gera ráð fyrir og allt svo miklu betra á næsta ári. Allt er í hring bundið, án upphafs og endis; orð Rómverja yfir ár var annus, hringur.

 
Smelltu!
HVAÐ VILTU ?
ÚR VEFNUM
Eldaðu ítalskt !!!
Oft er það einfaldleikinn sem blívur best og segja má að eitt af því sem einkennir ítalska matargerð sé sparleg notkun hráefnis og krydda.
Söguás: 1929
Mússolíní og Píus páfi XI. semja um réttarstöðu Páfagarðs sem sjálfstætt ríki innan ítalska ríkisins með samningi sem kenndur er við Lateran.
Hátíðir
Kjötkveðju-
hátíð er haldin í Róm svo til allan febrúarmánuð og nær hámarki á Martedí Grasso, sprengidag þeirra Ítala. Karnivalið virðist aðallega vera hátíð smáfólksins; telpurnar klæða sig upp í prinsessukjóla og strákarnir í ofurhetjubúninga.
Hver er maðurinn?
Silvio Berlusconi fv. forsætis-
ráðherra Ítalíu hóf ferilinn sem dægurlaga-söngvari á ferjum, en tók síðan að stunda viðskipti og sá sér þá hag í að stofna til vinfengis við stjórnmálamenn.
Feneyjar
Feneyjar eru reistar á mörgum hólmum og helsti ferðamáti íbúa innan borgarinnar hefur frá upphafi verið siglingar.
Upphaf klaustur-
lífs

Það féll í hlut Benedikts frá Núrsíu að stofna fyrstu munka-
regluna og ber hún nafn hans. Benedikt kom klaustri á laggirnar á Monte Cassino á Suður-Ítalíu.
Kaþólsk trú og lútersk
Ef kaþólskur maður bergir brauðið við altarisgöngu verður brauðið að holdi Krists í munni honum vegna þess að presturinn framkvæmir athöfnina fyrir hönd kirkjunnar.
Leonardo
Leonardo da Vinci er talinn einn mesti listamaður sögunnar. Hann fæddist í smábænum Vinci á Ítalíu um miðja 15. öldina og hefur æ síðan verið við þann bæ kenndur.
ÁBÓTINN SAGÐI ...
„Rómaborg er yfir öllum borgum, og hjá henni eru allar borgir að virða sem þorp, því að jörð og steinar og stræti öll eru roðin í blóði heilagra manna“.

- Nikulás ábóti
á Þverá, 12. öld.

ALLIR VEGIR TIL ...
Rómarvefurinn er helgaður sögu og menningu Ítalíu. Útgefandi er Mínerva - miðlun & útgáfa. Ritstjóri og aðalhöfundur efnis er Kristinn Pétursson. Allur réttur áskilinn © Rómarvefurinn anni MMI - MMX. Síðast uppfært 08.06.2010

eXTReMe Tracker
Forsíða / Handbók / Hverfi / Ítalía © MMX Saga / Kirkja / Listir / Matur / Tenglar
Um vefinn / Efnisyfirlit / Hafa samband