E F N I
RÓM > HANDBÓK
RÓM > HVERFI
ÍTALÍA
SAGA
KIRKJA
LISTIR
MATUR
TENGLAR
UM VEFINN
EFNISYFIRLIT
LEITA í VEFNUM
Sláðu inn það efnisorð sem þú hefur áhuga á að fræðast um í Rómarvefnum.
NÝTT í VEFNUM
08.05.09 Mussolini og launsonurinn. Lesa

17.05.07 Nokkrir góðir punktar um eitt og annað sem hægt er að gera í Róm. Lesa

15.05.07 10 staðir í Róm sem koma þér í beint samband við fornöldina. Lesa

04.11.06 Vínframleiðsla á Sikiley er mikil og hefur stórbatnað síðustu árin. Lesa

02.09.06 Bottega dei vini er vínsetur vert að heimsækja í Verónu. Lesa
FERÐAVEFIR
ÍTALÍA: Hanna Friðriks
PARÍS: Parísardaman
K.HÖFN: Islands center
ÍS-ÍT: islandaoggi.com

- Þinn vef hér? Hafðu samband.
SKÁLDIÐ SAGÐI ...
„Ef ég skyldi einhverntíma komast í vandræði þá vildi ég vera meðal ítala.“

- Halldór Laxness.

Lestu meira um hvernig íslensk skáld hafa ort og skrifað um Ítali og Ítalíu.
UMSAGNIR
Lestu umsagnir um Rómarvefinn.
Við erum búin að vísa mörgum í hús til ykkar því af þeim vefjum ítölskum sem við skoðum þá held ég að ykkar geri betur en flestir að vísa til vegar á Ítalíu og ekki síst í Róm.

...hagnýtur og
hentugur vefur sem fær nánast fullt hús stiga út á upplýsingagildið og skemmtilegheitin ...

Við prentuðum út margar síður af þessum snilldarvef og notuðum sem biblíu á 10 daga ferðalagi okkar um Róm.

Meira
 
 
Hjálpaðu okkur að vekja athygli á vefnum:


Sagt var frá því í fréttum nú í október að kjallari og efri hæðir Kólosseum séu nú um það bil að verða opnaðar almenningi til skoðunar, en hvorugir staðirnir hafa verið opnir hingað til. Kjallari hringleikhússins var kominn á kaf í eðju strax á 5. öld og er því, nú eftir uppgröftinn, betur varðveittur en margt annað í byggingunni.

Í kjallaranum undir arenunni voru villidýrin geymd sem send voru inn á leikvanginn til þess að drepa og vera drepin. Einnig skylmingaþrælarnir sem áttu að berjast og svo fólk sem átti hreinlega að slátra án bardaga eins og kristna fólkið sem var kastað fyrir ljónin. Hringleikhúsið byggðu Flavíanar og vígðu árið 80 e.kr. Kólosseum tók 50 þúsund manns í sæti og hæð þess er tæpir 50 metrar.

Kvikmyndin hér fyrir ofan er afurð alþjóðlega verkefnisins Rome Reborn sem vinnur að því að endurskapa borgina Róm í þrívdíddarmódelum á hinum ýmsu tímum sögunnar; allt frá stofnun borgarinnar á bronsöld (ca. 1000 f.kr.) til hnignunar hennar um 550 e.kr.

> Vefur Rome Reborn verkefnisins
> Meira um Kólosseum hér í Rómarvefnum
Rómarvefurinn vekur athygli á nýjum vef, ISLANDA OGGI (Ísland í dag), sem ætlaður er ítölskumælandi áhugamönnum um Ísland. Vefstjóri er Pétur Kristinsson, sem segir að vöntun sé á efni á netinu um daglegt líf, túrisma og fréttir frá Íslandi á ítölsku.

> Skoða vefinn Islandaoggi.com
HREYFÐU ÞIG !
Það er engin ástæða til þess að skilja hlaupaskóna eftir heima; til þess er Róm alltof girnileg til hlaupa. Í Villa Doria Pamphilj er aðalskokkgarð borgarinnar er að finna. Búi maður í miðbænum eða þar í kring er upplagt að skella sér upp í Villa Borghese. Miðsvæðis í Róm, sunnan við Rómartorg og Palatínhæð, liggur hinn mikli paðreimur Sirkus Maximus, Circo Massimo - eða minningin um hann. Þarna er nú hægt að skokka í rólegheitum og engin hætta á því að vera keyrður niður, hvorki af vespum eða hestakerrum. Meira
Rómarvefurinn vekur athygli á nýrri námsbók í sögu ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Í bókinni Frá Róm til Þingvalla er lögð áhersla annars vegar á sögu fornaldar, einkum Rómaveldi og upphaf kristni, hins vegar á fyrstu aldir Íslandsbyggðar, frá landnámi og fram yfir kristnitöku. Einnig greinir frá Norðurlöndum allt frá steinöld og Vestur-Evrópu frá þjóðflutningum til víkingaaldar. Sérstakar æfingar og útskýringar fylgja sem hjálpa nemendum að nota tímatal og landakort.

Helgi Skúli Kjartansson setti bókina saman, en Anna Cynthia Leplar myndskreytti.

> Nánar á Nams.is
Rómarvefurinn vekur athygli Ítalíuunnenda á nýrri bloggsíðu Hönnu Friðriksdóttur söngkonu og matgæðings með meiru, en Hanna er kunn af skrifum sínum um ítalska matargerð og Ítalíu almennt.

Á Hannamici.com eru greinar um mat, vín og (matar)menningu, draumastaði ofl., uppskriftir, ljóð og margt fleira, en Hanna er án ef sú sem hefur fjallað mest um ítalska matarmenningu í íslenskum ritmiðlum og á vefsíðunni www.matarlist.is. Síðan er á tveimur tungumálum, íslensku og ítölsku, tungum heimalanda Hönnu og er það viðleitni til menningarskipta á milli þessara tveggja stórkostlegu og ólíku landa, Íslands og Ítalíu.
 
PÁFA FRÉTTIR
6.5.2009 / Mbl.is
Konur í varðsveitir páfans?
Svo gæti farið að konum verði leyfð innganga í varðsveitir Vatíkansins, svissneska varðliðið. Þetta segir Daniel Anrig, yfirmaður varðliðsins í samtali við ítalska fjölmiðla í tilefni athafnar þar sem nýir liðsmenn sóru embættiseið. „Ég get ímyndað mér þær í einhverjar stöður,“ segir hann.

Verði svo að konur fái að ganga í varðliðið væri það mikil breyting á hefð. Svissnesku sveitirnar hafa verndað páfa í 500 ár og í þann hóp komast venjulega bara ungir einhleypir, kaþólskir hermenn frá Sviss.

Áður höfðu praktískar ástæður valdið því að ekki var talið hægt að hleypa konum í hópinn, svo sem þröngar vistarverur hermannanna. En Anrig segir að hann telji að hægt sé að sigrast á slíkum vandamálum. Forverar hans hafa hins vegar verið harðlega andsnúnir þessu.

FLestu meira um Varðliða Vatíkansins hér í Rómarvefnum.

KOMA SVO - HAFA SAMBAND!
Ertu á Ítalíu?
Varstu á Ítalíu?
Ertu á leiðinni til Ítalíu?
Ertu að hugsa um Ítalíu?

- sendu okkur þá línu!


Rómarvefurinn óskar eftir bloggspjalli, pistlum, ferðasögum, veitingahúsagagnrýni, sögumolum og ýmsu fleira til birtingar í vefnum. Bara að hafa samband: kristinn[hjá]romarvefurinn.is
 
10 ATRIÐI SEM ÞÚ VERÐUR AÐ GERA Í RÓM
  • Sitja að kvöldlagi undir hitalampa með eitthvað gott í glasi á kaffihúsi á torginu framan við upplýst algyðishofið Panþeon.
  • Að renna í einn vænan baccalá saltfisksbita á Dar filettaro a Santa Barbara rétt við Flórutorg, Campo de' Fiori.
  • Blanda geði við Trasteveringa og nærsveitunga á Bar San Callisto sem er afskaplega ódýr og afslappaður bar á samnefndu smátorgi rétt við Piazza S. Maria in Trastevere.
  • Rölta um gömlu Róm seint um kvöld, t.d. Campo de' Fiori og Gyðingahverfið; enginn á ferli nema þú í þessari öldnu borg og engar áhyggjur af rómverskum ribböldum; þeir eru sofnaðir. Meira
Smelltu til að skoða GúrkuTV
 
Smelltu!
HVAÐ VILTU ?
ÚR VEFNUM
Eldaðu ítalskt !!!
Oft er það einfaldleikinn sem blívur best og segja má að eitt af því sem einkennir ítalska matargerð sé sparleg notkun hráefnis og krydda.
Söguás: 1929
Mússolíní og Píus páfi XI. semja um réttarstöðu Páfagarðs sem sjálfstætt ríki innan ítalska ríkisins með samningi sem kenndur er við Lateran.
Hátíðir
Kjötkveðju-
hátíð er haldin í Róm svo til allan febrúarmánuð og nær hámarki á Martedí Grasso, sprengidag þeirra Ítala. Karnivalið virðist aðallega vera hátíð smáfólksins; telpurnar klæða sig upp í prinsessukjóla og strákarnir í ofurhetjubúninga.
Hver er maðurinn?
Silvio Berlusconi fv. forsætis-
ráðherra Ítalíu hóf ferilinn sem dægurlaga-söngvari á ferjum, en tók síðan að stunda viðskipti og sá sér þá hag í að stofna til vinfengis við stjórnmálamenn.
Feneyjar
Feneyjar eru reistar á mörgum hólmum og helsti ferðamáti íbúa innan borgarinnar hefur frá upphafi verið siglingar.
Upphaf klaustur-
lífs

Það féll í hlut Benedikts frá Núrsíu að stofna fyrstu munka-
regluna og ber hún nafn hans. Benedikt kom klaustri á laggirnar á Monte Cassino á Suður-Ítalíu.
Kaþólsk trú og lútersk
Ef kaþólskur maður bergir brauðið við altarisgöngu verður brauðið að holdi Krists í munni honum vegna þess að presturinn framkvæmir athöfnina fyrir hönd kirkjunnar.
Leonardo
Leonardo da Vinci er talinn einn mesti listamaður sögunnar. Hann fæddist í smábænum Vinci á Ítalíu um miðja 15. öldina og hefur æ síðan verið við þann bæ kenndur.
ÁBÓTINN SAGÐI ...
„Rómaborg er yfir öllum borgum, og hjá henni eru allar borgir að virða sem þorp, því að jörð og steinar og stræti öll eru roðin í blóði heilagra manna“.

- Nikulás ábóti
á Þverá, 12. öld.

ALLIR VEGIR TIL ...
Rómarvefurinn er helgaður sögu og menningu Ítalíu. Útgefandi er Mínerva - miðlun & útgáfa. Ritstjóri og aðalhöfundur efnis er Kristinn Pétursson. Allur réttur áskilinn © Rómarvefurinn anni MMI - MMX. Síðast uppfært 27.02.2011

eXTReMe Tracker
Forsíða / Handbók / Hverfi / Ítalía © MMX Saga / Kirkja / Listir / Matur / Tenglar
Um vefinn / Efnisyfirlit / Hafa samband